Lara Gut-Behrami frá Sviss hrósaði sigri í risasviginu á 1:13,51 mínútu. Hún var 0,22 sekúndum á undan Mirjam Puncher frá Austurríki. Landa Gut-Behramis, Michelle Gisin, varð þriðja á 1:13,81 mínútu.
Mikaela Shiffrin, sem keyrði út af í svigi og stórsvigi, náði loksins að klára grein og endaði í 9. sæti. Hún fór brautina á 1:14,30 mínútu.
Hólmfríður Dóra hefur lokið leik á Vetrarólympíuleikunum en hún keppti einnig í svigi og stórsvigi.