Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 14:26 Drífa Snædal, segir að Alþýðusamband Íslands hafi frá upphafi faraldursins varað við því að fyrirtæki geti misnotað ríkisstyrki ef þeir væru skilyrðislausir. Tilgangurinn með styrkjunum hafi ekki verið að ríkissjóður myndi greiða eigendum fyrirtækja arð. Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Á dögunum hafa fréttir verið sagðar af því að því að fyrirtækið Háspenna, sem er rekstraraðili spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands, hafi fengið 17 milljónir í lokunarstyrk árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins en greitt eigendum sínum út 12 milljónir í arð það sama ár. Ögmundur Jónason fyrrverandi ráðherra vakti á dögunum athygli á arðgreiðslum fyrirtækisins en hann hefur undanfarin ár verið óþreytandi við að gagnrýna fyrirkomulag spilakassa hér á landi. Alþýðusamband Íslands hefur frá upphafi faraldursins varað stjórnvöld við því að greiða út styrki til fyrirtækja vegna faraldursins án nokkurra skilyrða. „Til að koma í veg fyrir að almannafé, sem lak út úr ríkiskassanum stríðum straumi til fyrirtækja, væri ekki misnotað og að það færi á þá staði sem á þyrfti að halda og ekki í vasa fjármagnseigenda en það er alveg ljóst að það var tekin pólitísk ákvörðun að veita skilyrðislausa styrki, í einhverjum tilvikum, til fyrirtækja. Við sjáum afleiðingar af því núna. Ríkisstuðningur er að fara í arðgreiðslur en það var náttúrulega aldrei tilgangurinn. Við förum að sjálfsögðu fram á það að Ríkisendurskoðun fari í saumana á þessu.“ Drífa bendir á að sameiginlegir sjóðir standi undir velferð í landinu. Þegar verið sé að bruðla með þá sjóði komi það óhjákvæmilega niður á velferð allra. „Þetta er aðför að velferð og lífsgæðum fólks þegar farið er illa með opinbert fé“ Dæmi á borð við arðgreiðslur Háspennu eigi ekki að koma stjórnvöldum á óvart og séu fullkomlega fyrirsjáanleg. „Þarna hefur verið tekin pólitísk ákvörðun með opin augun um að skilyrða ekki ákveðna ríkisstyrki. Það mátti aldrei setja nein bönd á fjármagnið, aldrei nein bönd á fyrirtæki og almenningur mun súpa seyðið af því. Þetta eru ein af stóru pólitísku hagstjórnarmistökunum sem gerð voru í þessu ástandi“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48 Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. 18. janúar 2021 09:48
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32