Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 23:46 Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs á að skila tillögum í apríl um hvernig bregðast eigi við miklum skorti á íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið. Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14