Rannsakar lyfjamisnotkun eftir andlát bróður síns: „Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Rannsókn Andreu, Kjartans, Sigrúnar og Árna birtist í tímaritinu American Journal of Men's Health þremur dögum fyrir afmæli Einars Darra, bróður Andreu sem lést úr ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Aðsend Niðurstöður vísindarannsóknar um lyfjamisnotkun íslenskra karlmanna birtust í einu virtasta tímariti um heilsu karlmanna í heimi. Greinin birtist aðeins þremur dögum fyrir afmælisdag Einars Darra, sem lést aðeins átján ára gamall úr ofneyslu lyfseðilskyldra lyfja, en systir hans er ein af höfundum rannsóknarinnar. „Það er mikill sigur að fá rannsóknina birta í vísindatímariti og óraði mig aldrei fyrir því áður en greinaskrifin hófust hversu mikil vinna fælist í því að komast á það skref að hægt væri að birta greinina,“ segir Andrea Ýr Arnarsdóttir, sem lauk mastersgráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2020 og systir Einars Darra. Greinin birtist í bandaríska tímaritinu American Journal of Men's Health og er eitt virtasta tímarit í þessum málaflokki í heimi. Andrea er ein fjögurra höfunda rannsóknarinnar, sem ber yfirskriftina Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur. Hinir höfundarnir eru Árni Johnsen og Kjartan Þórsson læknar og forstöðumenn niðurtröppunar.is, og Dr. Sigrún Sigurðardóttir dósent við Háskólann á Akureyri og ein þeirra sem stofnuðu Bergið. Sigrún Sigurðardóttir, dósent og einn stofnenda Bergsins.Aðsend Rannsóknin fjallar um lyfjamisnotkun meðal ungra íslenskra karlmanna og höfðu flestir þátttakendur í henni misnotað róandi og örvandi lyf og mikill meirihluti hafði einnig misnotað morfínskyld verkjalyf. Enginn þátttakenda hafði misnotað lyf með því að sprauta þeim í æð. Forvitni, félagsskapur og þekkingarleysi spilaði inn í Andrea segir að reynsla þátttakenda hafi verið sú að ýmsir þættir höfðu áhrif á að þeir hefðu misnotað lyfin. „Í engum tilvikum gátu þátttakendur tekið út einn þátt eða eitt atriði. Þeir töldu ávallt að um samspil margra þátta hefði verið að ræða. Þeir áhrifaþættir sem þátttakendur nefndu voru samfélagsáhrif, félagsskapurinn og þekkingarleysi. Þá lýstu þátttakendur einnig að forvitni hefði spilað sinn þátt,“ segir Andrea. Árni og Kjartan, meðhöfundar greinarinnar og læknar.Aðsend Hún segir að margir þeirra hafi tekið lyfin í fyrstu til að ná að einbeita sér fyrir próf, til að drekka minna áfengi á skemmtanalífinu, til að bæta árangur í íþróttum eða vildu láta sér líða betur andlega samstundis. Þeir hafi svo flestir fundið fyrir því þegar á leið að þeir væru fastir í vítahring. „Þar sem þeir fengu lyf á svörtum markaði og við læknisheimsóknir á fölskum forsendum. Reynsla þátttakenda var sú að þegar leið á fór meira að bera á aukaverkunum og bæði líklegum og andlegum einkennum ávana,“ segir Andrea. Vissi ekki að hann glímdi við fíkn þegar viðfangsefnið var valið Eins og áður segir er Andrea systir Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit í maí 2018, þá aðeins átján ára gamall. Í kjölfarið stofnaði fjölskylda Einars minningarsjóðinn Eitt líf. Forvarnaverkefnið vakti athygli um leið og það fór af stað og má enn í dag, fjórum árum síðar, sjá fólk bera armband merkt „Ég á bara eitt líf“ sem forvarnahópurinn lét útbúa. Andrea segir hugmyndina að rannsókninni hafa kviknað áður en Einar féll frá og áður en hún vissi yfir höfuð að hann ætti við fíkn að stríða. Hér eru þau Andrea og Einar Darri á góðri stundu.Aðsend „Í náminu fékk maður að vinna verkefni sem hentuðu áhugasviði hjá hverjum og einum. Út frá því fór ég að vinna verkefni um þennan málaflokk sem síðar leiddi til þess að ég ákvað að þetta væri rannsóknarefnið sem ég vildi skoða frekar í minni mastersrannsókn,“ segir Andrea. „Þetta á sér stað í ársbyrjun 2018, þegar Einar Darri var ennþá á lífi. Hans andlát átti því ekki þátt í því að ég valdi þetta viðfangsefni því eins skrítið og það er þá var ég byrjuð að sérhæfa mig í þessu málefni þegar hann lést og þá hafði ég litla sem enga vitneskju um að hann væri að misnota lyfseðilsskyld lyf eða önnur fíkniefni.“ „Hann fékk því miður ekki tækifæri til að misstíga sig“ Hún segir að andlát hans hafi komið henni og öllum öðrum í fjölskyldunni algjörlega í opna skjöldu. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fékk þær fréttir að slys hafi orðið og elsku litli bróðir minn væri dáinn. Þegar ég heyrði orðið slys þá var lyfjaeitrun eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug, enda var hans saga hvað varðar lyfjamisnotkun stutt og hann fékk því miður ekki tækifæri til að misstíga sig,“ segir Andrea. Það sé þó táknrænt að grein upp úr rannsókninni birtist í American Journal of Men's Health aðeins þremur dögum fyrir afmælisdag Einars Darra. Greinin birtist 7. febrúar síðastliðinn en Einar Darri hefði orðið 22 ára gamall þann 10. febrúar. „Ég tileinkaði elsku litla bróður mínum mastersritgerðina mína sem seinna varð að þessari grein, það er því nokkuð táknrænt að nokkrum dögum fyrir afmælið hans Einars Darra þá er greinin birt. Ég veit að ef hann væri enn á lífi þá hefði hann verið manna fremstur að fagna með mér og hefði hvatt mig áfram í þessu verkefni,“ segir Andrea og segir fáa hafa verið jafn stolta af sínu fólki og Einar var. „Mér er það minnisstætt þegar yndileg kona, móðir vinkonu Einars Darra, kom til mín stuttu eftir að hann lést og sagði mér að nokkrum vikum fyrr hefði hann verið á spjalli við hana og nefnt það hvað hann væri stoltur af stóru systur sinni, sem að hann sögn, væri svo dugleg og hann skyldi bara ekkert í því hvernig ég færi að því að halda heimili, ala upp börn, vera í námi og svo framvegis, “ segir Andrea. „Þetta þótti mér svo vænt um að heyra og sýnir nákvæmlega hvernig manneskja hann var, alltaf svo ánægður með sitt fólk enda erum við fjölskyldan mjög náin, stöndum saman í gegn um súrt og sætt. Þannig hefur það alltaf verið.“ Fíkn Vísindi Lyf Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Það er mikill sigur að fá rannsóknina birta í vísindatímariti og óraði mig aldrei fyrir því áður en greinaskrifin hófust hversu mikil vinna fælist í því að komast á það skref að hægt væri að birta greinina,“ segir Andrea Ýr Arnarsdóttir, sem lauk mastersgráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2020 og systir Einars Darra. Greinin birtist í bandaríska tímaritinu American Journal of Men's Health og er eitt virtasta tímarit í þessum málaflokki í heimi. Andrea er ein fjögurra höfunda rannsóknarinnar, sem ber yfirskriftina Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur. Hinir höfundarnir eru Árni Johnsen og Kjartan Þórsson læknar og forstöðumenn niðurtröppunar.is, og Dr. Sigrún Sigurðardóttir dósent við Háskólann á Akureyri og ein þeirra sem stofnuðu Bergið. Sigrún Sigurðardóttir, dósent og einn stofnenda Bergsins.Aðsend Rannsóknin fjallar um lyfjamisnotkun meðal ungra íslenskra karlmanna og höfðu flestir þátttakendur í henni misnotað róandi og örvandi lyf og mikill meirihluti hafði einnig misnotað morfínskyld verkjalyf. Enginn þátttakenda hafði misnotað lyf með því að sprauta þeim í æð. Forvitni, félagsskapur og þekkingarleysi spilaði inn í Andrea segir að reynsla þátttakenda hafi verið sú að ýmsir þættir höfðu áhrif á að þeir hefðu misnotað lyfin. „Í engum tilvikum gátu þátttakendur tekið út einn þátt eða eitt atriði. Þeir töldu ávallt að um samspil margra þátta hefði verið að ræða. Þeir áhrifaþættir sem þátttakendur nefndu voru samfélagsáhrif, félagsskapurinn og þekkingarleysi. Þá lýstu þátttakendur einnig að forvitni hefði spilað sinn þátt,“ segir Andrea. Árni og Kjartan, meðhöfundar greinarinnar og læknar.Aðsend Hún segir að margir þeirra hafi tekið lyfin í fyrstu til að ná að einbeita sér fyrir próf, til að drekka minna áfengi á skemmtanalífinu, til að bæta árangur í íþróttum eða vildu láta sér líða betur andlega samstundis. Þeir hafi svo flestir fundið fyrir því þegar á leið að þeir væru fastir í vítahring. „Þar sem þeir fengu lyf á svörtum markaði og við læknisheimsóknir á fölskum forsendum. Reynsla þátttakenda var sú að þegar leið á fór meira að bera á aukaverkunum og bæði líklegum og andlegum einkennum ávana,“ segir Andrea. Vissi ekki að hann glímdi við fíkn þegar viðfangsefnið var valið Eins og áður segir er Andrea systir Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit í maí 2018, þá aðeins átján ára gamall. Í kjölfarið stofnaði fjölskylda Einars minningarsjóðinn Eitt líf. Forvarnaverkefnið vakti athygli um leið og það fór af stað og má enn í dag, fjórum árum síðar, sjá fólk bera armband merkt „Ég á bara eitt líf“ sem forvarnahópurinn lét útbúa. Andrea segir hugmyndina að rannsókninni hafa kviknað áður en Einar féll frá og áður en hún vissi yfir höfuð að hann ætti við fíkn að stríða. Hér eru þau Andrea og Einar Darri á góðri stundu.Aðsend „Í náminu fékk maður að vinna verkefni sem hentuðu áhugasviði hjá hverjum og einum. Út frá því fór ég að vinna verkefni um þennan málaflokk sem síðar leiddi til þess að ég ákvað að þetta væri rannsóknarefnið sem ég vildi skoða frekar í minni mastersrannsókn,“ segir Andrea. „Þetta á sér stað í ársbyrjun 2018, þegar Einar Darri var ennþá á lífi. Hans andlát átti því ekki þátt í því að ég valdi þetta viðfangsefni því eins skrítið og það er þá var ég byrjuð að sérhæfa mig í þessu málefni þegar hann lést og þá hafði ég litla sem enga vitneskju um að hann væri að misnota lyfseðilsskyld lyf eða önnur fíkniefni.“ „Hann fékk því miður ekki tækifæri til að misstíga sig“ Hún segir að andlát hans hafi komið henni og öllum öðrum í fjölskyldunni algjörlega í opna skjöldu. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég fékk þær fréttir að slys hafi orðið og elsku litli bróðir minn væri dáinn. Þegar ég heyrði orðið slys þá var lyfjaeitrun eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug, enda var hans saga hvað varðar lyfjamisnotkun stutt og hann fékk því miður ekki tækifæri til að misstíga sig,“ segir Andrea. Það sé þó táknrænt að grein upp úr rannsókninni birtist í American Journal of Men's Health aðeins þremur dögum fyrir afmælisdag Einars Darra. Greinin birtist 7. febrúar síðastliðinn en Einar Darri hefði orðið 22 ára gamall þann 10. febrúar. „Ég tileinkaði elsku litla bróður mínum mastersritgerðina mína sem seinna varð að þessari grein, það er því nokkuð táknrænt að nokkrum dögum fyrir afmælið hans Einars Darra þá er greinin birt. Ég veit að ef hann væri enn á lífi þá hefði hann verið manna fremstur að fagna með mér og hefði hvatt mig áfram í þessu verkefni,“ segir Andrea og segir fáa hafa verið jafn stolta af sínu fólki og Einar var. „Mér er það minnisstætt þegar yndileg kona, móðir vinkonu Einars Darra, kom til mín stuttu eftir að hann lést og sagði mér að nokkrum vikum fyrr hefði hann verið á spjalli við hana og nefnt það hvað hann væri stoltur af stóru systur sinni, sem að hann sögn, væri svo dugleg og hann skyldi bara ekkert í því hvernig ég færi að því að halda heimili, ala upp börn, vera í námi og svo framvegis, “ segir Andrea. „Þetta þótti mér svo vænt um að heyra og sýnir nákvæmlega hvernig manneskja hann var, alltaf svo ánægður með sitt fólk enda erum við fjölskyldan mjög náin, stöndum saman í gegn um súrt og sætt. Þannig hefur það alltaf verið.“
Fíkn Vísindi Lyf Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira