Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 12. febrúar 2022 22:03 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk. Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02