Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 14:01 Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Hvolsvelli enda er sveitarfélagið að springa út með mikilli fjölgun íbúa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira