Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 11:29 Aðsend mynd Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Íbúi í Ingólfsstræti var að spila tölvuleik á heimili sínu eftir miðnætti í gærkvöldi, þegar hann heyrði háa hvelli fyrir utan. „Þetta eru um fimm eða sex skot sem ég heyri. Þá hleyp ég út í glugga og sé mann halda á þessari vélbyssu eða þessari stóru byssu. Hleyp og næ í símann og fer aftur út um gluggann og þá er hann horfinn. Ég hringi bara strax í lögguna, tilkynni þeim þetta og það verður bara allt blátt,“ segir íbúinn í samtali við fréttastofu. „Ég er náttúrulega bara skelkaður. Maður er ekki vanur að sjá mann með byssu, en þú veist hann hélt á byssu eins og sérsveitarmennirnir voru með. Þetta var MP5 eða einhver svoleiðis vélbyssa. Var eitthvað að læðast þarna í kring. Þetta er þegar djammið er að klárast fólk er úti um allt hérna í kring og hann þarna í skjóli nætur með þessa byssu sína,“ segir íbúi. „Maður hefur séð barsmíðar og innbrot og læti en þetta var pínu öðruvísi. Ég var alveg frekar hræddur. Það væri örugglega fínt að hlusta á upptökuna á símtalinu til lögreglunnar, hvernig maður skelfur í símann,“ segir íbúi. Fréttastofa hefur öruggar heimildir fyrir því að skotvopnið sem um ræðir var ekki skammbyssa heldur hefur það í það minnsta útlit stærra og öflugra skotvopns. Þrír voru handteknir nálægt bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg eftir árásina. Sérsveitin var að fram eftir nóttu við að koma böndum á aðstæður í bílastæðahúsinu og á myndefni sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að vettvangur glæpsins hefur verið afmarkaður með gulu límbandi. Sá sem varð fyrir skotinu gekkst undir aðgerð eftir að hann kom á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu. Allir hlutaðeigandi eru karlmenn með íslenska kennitölu og sumir hafa komið áður við sögu lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsóknina á frumstigi en að lögreglan taki málið alvarlega. „Við höfum áhyggjur af þessum vopnaburði. Ég veit ekki hversu miklum mæli það er en það farið að aukast, það fer ekki á milli mála. Og það sem er líka að aukast er að menn virðast vera tilbúnari til að beita þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?