Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 17:47 Hildi segist ekki lítast vel á hugmyndina um að kalla smitað starfsfólk til vinnu. En það gæti þó vel verið að það verði að gera. Vísir/Egill Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira