Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Eiður Þór Árnason skrifar 14. febrúar 2022 22:52 Sóttvarnalæknir hefur lagt til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. Þetta kemur fram í skriflegu svari SÍ við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því fyrir helgi að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hafi keypt hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en HH hefur sinnt innkaupum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá því í vor. Samanlagt hefur ríkissjóður því greitt um 1,33 milljarða króna vegna hraðprófa. Þrjú fyrirtæki bjóða upp á Covid-19 hraðpróf samkvæmt heimild frá heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis: AVIÖR, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, Sameind og Arctic Therapeutics. Einkaaðilar tekið minnst 237.543 hraðpróf Samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga greiðir stofnunin 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf sem einkaaðilarnir framkvæma. Miðað við það má gera ráð fyrir að fyrirtækin hafi tekið minnst 237.543 hraðpróf frá því að ríkið byrjaði að niðurgreiða prófin í september í fyrra. Sóttvarnalæknir tilkynnti í seinustu viku að takamarka þyrfti fjölda PCR-prófa sem tekin yrðu á hverjum degi vegna þess að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ráði ekki við þann fjölda sýna sem hafi verið að berast. Aukin áhersla verður því lögð á hraðpróf og hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR-sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt þarf áfram að staðfesta það með PCR. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari SÍ við fyrirspurn Vísis. Greint var frá því fyrir helgi að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hafi keypt hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en HH hefur sinnt innkaupum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá því í vor. Samanlagt hefur ríkissjóður því greitt um 1,33 milljarða króna vegna hraðprófa. Þrjú fyrirtæki bjóða upp á Covid-19 hraðpróf samkvæmt heimild frá heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis: AVIÖR, sem er hluti af Öryggismiðstöðinni, Sameind og Arctic Therapeutics. Einkaaðilar tekið minnst 237.543 hraðpróf Samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga greiðir stofnunin 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf sem einkaaðilarnir framkvæma. Miðað við það má gera ráð fyrir að fyrirtækin hafi tekið minnst 237.543 hraðpróf frá því að ríkið byrjaði að niðurgreiða prófin í september í fyrra. Sóttvarnalæknir tilkynnti í seinustu viku að takamarka þyrfti fjölda PCR-prófa sem tekin yrðu á hverjum degi vegna þess að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ráði ekki við þann fjölda sýna sem hafi verið að berast. Aukin áhersla verður því lögð á hraðpróf og hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR-sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt þarf áfram að staðfesta það með PCR.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40 Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10. febrúar 2022 13:40
Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. 20. janúar 2022 23:00