Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 19:18 Mary D'Avino er móðir Rachel D'Avino, sem var myrt í Sandy Hook-skotárásinni árið 2012. AP Photo/Seth Wenig Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira