Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þjóðina stefna hraðbyri í átt að hjarðónæmi. vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar. Miðað við mótefnamælingar segir hann ekki óvarlegt að áætla að mun fleiri hafi smitast og allt að helmingur þjóðarinnar. „Það gæti alveg verið og kannski gott betur.“ Íslendingar stefni hraðbyri í átt að hjarðónæmi nú þegar um tvö þúsund manns eru að greinast á hverjum degi. „Ég hefur áður sagt að þetta gæti kannski varað fram í miðjan mars og það væri fínt ef þetta verður eitthvað styttra. En þetta mun ekki ganga hratt niður. Það er eðli faraldra að þeir byrja mjög hratt og kúrvan rís hratt en hún fer hægar niður á við.“ Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku. Þórólfur mun skila tillögum í minnisblaði fyrir þann tíma en segir ekki tímabært að segja hvort þar verði lögð til aflétting á öllum takmörkunum, eins og var raunar gert í einum þriggja valkosta í síðustu tillögum. „Við fylgjumst með eins og vanalega og ég reyni að draga það að senda minniblaðið þar sem ég reyni að mynda mér skoðun á stöðunni eins og hún er þegar það þarf að taka ákvörðun. Þannig það er ekki tímabært að vera með skoðun á þessu núna þegar það er ein og hálf vika í að næsta aflétting er fyrirhuguð.“ Líkt og verið hefur er þanþol heilbrigðiskerfisins lykilatriði í næstu tillögum.vísir/Vilhelm Líkt og áður sé staða og þol heilbrigðiskerfisins lykilatriði. „Það er ekki að bæta mikið í með alvarleg veikindi. Við erum að fá tilkynningar um dauðsföll hjá þeim sem hafa verið veikir lengi, búnir að vera á spítala lengi og hjá eldri dólki. Stundum getur verið erfiðara að meta hvort eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma deyr vegna covid, eða með covid. En við erum bara að fylgjast með þróuninni og máta hana inn í þær afléttingar sem verið er að hugsa um.“ Hann segir ljóst að fyrri sýking veiti góða vernd gegn smiti þar sem innan við, eða um, fimm prósent greindra hafa smitast aftur. Óvissa ríki þó um vernd þeirra sem ekki hafa fengið nein einkenni. „Við vitum að mótefnasvarið er ekki eins kröftugt eftir einkennalausa eða einkennalitla sýkingu, eins og hjá þeim sem hafa fengið mikil einkenni.“ Styttist í tillögur fyrir landamærin Núgildandi takmarkanir á landamærunum gilda til 28. febrúar og stefnt er að því að fyrirkomulag fyrir vorið verið kynnt fyrir 20. febrúar. Þórólfur reiknar með að skila minnisblaði með tillögum fyrir landamærin um eða fyrir helgi. Hann vill þó ekkert gefa upp um innihald þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira