Bjóða börnum að gerast listamenn Elísabet Hanna skrifar 17. febrúar 2022 12:30 Börnin fá að skoða og skapa list. Getty/ PeopleImages Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin. Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“ Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Skemmtilegar smiðjur Um helgina fer fram smiðja þar sem verkin á sýningunni Sviðsett Augnablik eru skoðuð og svo munu börnin glæða svarthvítar ljósmyndir lit. Í mars verða einnig skemmtileg verkefni í tengslum við nýja sýningu þar sem að listaverkin veita innblástur og börnin fá tækifæri til þess að búa til sín eigin listaverk með pastellitum. View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Klúbburinn var stofnaður 2018 Upphaflega var klúbburinn stofnaður haustið 2018 með það markmið að koma betur til móts við börn og fjölskyldur þeirra utan skólatíma með opinni dagskrá. Krakkaklúbburinn vill veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. „Síðastliðin ár hefur aðsóknin verið virkilega góð og viðburðirnir einstaklega fjölbreyttir; galdrasýning, brúðuleikhús, vatnslitasmiðjur, textílsmiðjur, bókagerð, leirsmiðjur, grafíkverkstæði, ritlistarsmiðjur og teiknismiðjur“ segir Ragnheiður Vignisdóttir sem er verkefnastjóri viðburða og fræðslu. Dagskráin er gefin út hálft ár fram í tímann þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig með góðum fyrirvara og viðburðirnir eru oftast endurteknir tvisvar sinnum í sama mánuði. Mikið fjör í klúbbnum.Aðsend Tengja saman sýningar og dagskrá „Það er svo gaman að tengja viðburðina okkar alltaf við sýningarnar, þá vekjum við um leið áhuga á listaverkunum og til verður svo skemmtilegt samtal því að allir læra eitthvað nýtt og skapa sameiginlegar minningar þegar að safn er heimsótt.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn I slands (@listasafnislands) Segir Ragnheiður sem vonar að Krakkaklúbburinn Krummi muni halda áfram starfsemi sinni um ókomna tíð. Hún vonar einnig að Listasafn Íslands verði vænlegur áfangastaður í hugum barna og fjölskyldna, „því að listasafnið og listaverkin eru okkar allra.“
Myndlist Krakkar Tengdar fréttir Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Dagur fjögur á HönnunarMars Fjórði dagur HönnunarMars í maí er runninn upp - fullur af sýningum, viðburðum og fjöri fyrir alla. 22. maí 2021 10:31
Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01