Man ekki eftir öðrum eins forföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 12:25 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
5.405 sýni voru greind innanlands í gær sem þýðir að rúm 53 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku reyndust jákvæðir. Á Landspítala liggja 44 Covid-sjúklingar, þar af eru þó 23 sem upphaflega voru lagðir inn á spítalann vegna annars en Covid. Þrír eru á gjörgæslu, enginn í öndunarvél. Fjölmargir starfsmenn spítalans, 342, eru frá vinnu vegna einangrunar - en fækkar um 20 síðan í gær. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis Landspítala segir að í gær hafi staðan verið sérstaklega slæm á fæðingarvaktinni þar sem bæði hafi sárvantað ljósmæður á vaktina - og óvenjumikið hafi verið að gera. „Venjulega þá er gert ráð fyrir sex ljósmæðrum, lágmarksmönnun á öllum vöktum, og svo eru oftast fleiri líka á morgnana þannig að það eru kannski sjö eða átta. Og í gær mættu þrjár til þess að byrja með. Og þetta var bara ansi snúið því það var mikið að gera, mjög margar konur í fæðingu, og það er auðvitað eitthvað sem við getum ekki stýrt nema að mjög litlu leyti,“ segir Hulda. Ástandið sé betra í dag en í gær; fleiri ljósmæður eru mættar til vinnu og minna að gera. Hulda segir að þegar staða eins og í gær komi upp sé brugðist við með forgangsröðun verkefna og leitað til annarra deilda spítalans eftir aðstoð. Sjáið þið fyrir ykkur að kalla fólk inn úr einangrun? „Nei, það hefur nú ekki komið til þess enn þá og manni finnst að það væri alveg síðasta hálmstráið því þá værum við að setja skjólstæðinga okkar í meiri hættu og það er það síðasta sem við myndum vilja gera,“ segir Hulda. Manstu eftir öðrum eins forföllum? „Nei. Nei. Ég get ekki sagt það. Þetta er alveg með því mesta og við sjáum okkur læknana, við erum að reyna að redda vöktum og svona.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira