Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 18:06 Guðni Th. forseti Íslands bað Rússa að virða sjálfstæði Úkraínu í gær. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja. Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi Vólódómír Selenskí forseta Úkraínu kveðju á Twitter-síðu sinni í gær. Þar minnti hann á að Íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og kvað þjóðina standa með ríkjum bandalagsins, sem hafa ítrekað beðið Rússa um að draga úr hernaðaruppbyggingu við landamæri Úkraínu. Úkraínuforseti þakkaði Guðna fyrir stuðninginn örfáum klukkustundum síðar. Hann kvað sterka stöðu Úkraínu og samheldni ríkja vera lykilinn að friði og öryggi þjóða í Evrópu. I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022 Þessu virðast Rússar ekki hafa tekið vel ef marka má færslu á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins á Íslandi. Þar lýsa þeir yfir vonbrigðum með Guðna og sögðu að um væri að ræða einhliða og hlutdræga nálgun á málefninu. Rússar segja að Vesturveldin hafi ekki fylgt samþykktum Minsk-sáttmálans, sem undirritaður var af Sameinuðu þjóðunum árið 2015, sem miðaði að því að leysa ágreining á landamærum Úkraínu og með því aukið spennu. Vesturveldin hafi ítrekað sent herþotur og vopn til landsins á þessu ári. Mikil spenna hefur verið á landamærum Rússlands og Úkraínu síðustu vikur. Þeir fyrrnefndu eru taldir hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu auk vopna og hernaðargagna. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að líklegt sé að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu, jafnvel á næstu dögum, en Rússar hafa vísað ásökunum á bug. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Þeim kröfum hefur NATO hins vegar hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja.
Úkraína Forseti Íslands Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31