Cecilía hefur haldið íslenska markinu hreinu í meira en sex klukkutíma samfellt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Cecilia Rán Rúnarsdóttir sést hér búin að grípa vel inn í eftir fyrirgjöf Nýja-Sjálands í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Það boðar gott fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að vera með númer þrettán í markinu. Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira