Maguire segir að lygarnar haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 14:00 Harry Maguire þvertekur fyrir óeiningu í liði Manchester United. Getty/James Gill Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er búinn að fá sig fullsaddan af frásögnum ensku götublaðanna sem halda því fram að mikil óeining sé innan herbúða liðsins. Eitt nýjasta dæmið um fréttaflutning af erjum í leikmannahópi United er frétt í Daily Mirror þar sem því er haldið fram að Maguire og Cristiano Ronaldo eigi í einhvers konar valdabaráttu sem valdi stjóranum Ralf Rangnick hugarangri, en fleiri dæmi mætti nefna. Maguire hefur verið mikið gagnrýndur eftir slaka leiki fyrir United að undanförnu og Mirror hélt því fram að Rangnick væri tilbúinn að taka fyrirliðabandið af honum til að minnka pressuna á honum, en að Maguire væri mótfallinn því. Mirror sagði einnig að Rangnick hefði beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins og að það valdi ruglingi hjá leikmönnum, og að Maguire finnist sem grafið hafi verið undan honum. Þetta segir fyrirliðinn vera hreinasta kjaftæði en hann skrifaði eftirfarandi á Twitter í dag, í aðdraganda leiksins við Leeds á sunnudaginn: „Ég er búinn að sjá margar greinar um þetta félag sem eru ósannar og þetta er enn ein þeirra. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um allt það sem er skrifað en ég varð að koma þessu á hreint. Við erum sameinaðir og einbeittir fyrir sunnudaginn. Njótið dagsins öllsömul.“ I ve seen a lot of reports about this club that aren t true and this is another. Not going to start posting about everything that is written but I needed to make this one clear. We re united and focused on Sunday. Enjoy your day everyone @ManUtd https://t.co/YxLhQn8pqf— Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Eitt nýjasta dæmið um fréttaflutning af erjum í leikmannahópi United er frétt í Daily Mirror þar sem því er haldið fram að Maguire og Cristiano Ronaldo eigi í einhvers konar valdabaráttu sem valdi stjóranum Ralf Rangnick hugarangri, en fleiri dæmi mætti nefna. Maguire hefur verið mikið gagnrýndur eftir slaka leiki fyrir United að undanförnu og Mirror hélt því fram að Rangnick væri tilbúinn að taka fyrirliðabandið af honum til að minnka pressuna á honum, en að Maguire væri mótfallinn því. Mirror sagði einnig að Rangnick hefði beðið Ronaldo um að leiðbeina yngri leikmönnum liðsins og að það valdi ruglingi hjá leikmönnum, og að Maguire finnist sem grafið hafi verið undan honum. Þetta segir fyrirliðinn vera hreinasta kjaftæði en hann skrifaði eftirfarandi á Twitter í dag, í aðdraganda leiksins við Leeds á sunnudaginn: „Ég er búinn að sjá margar greinar um þetta félag sem eru ósannar og þetta er enn ein þeirra. Ég ætla ekki að fara að tjá mig um allt það sem er skrifað en ég varð að koma þessu á hreint. Við erum sameinaðir og einbeittir fyrir sunnudaginn. Njótið dagsins öllsömul.“ I ve seen a lot of reports about this club that aren t true and this is another. Not going to start posting about everything that is written but I needed to make this one clear. We re united and focused on Sunday. Enjoy your day everyone @ManUtd https://t.co/YxLhQn8pqf— Harry Maguire (@HarryMaguire93) February 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira