Áfram í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:54 Lögregluvesti Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku vegna skotárásarinnar í Grafarholti verða áfram í haldi til 25. febrúar. Lögregla segir rannsókn málsins miða vel. Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar í Grafarholti í síðustu viku. Mennirnir voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. febrúar en það hefur nú verið framlengt til 25. febrúar. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið miðar rannsókn lögreglu vel en karl og kona særðust í árásinni á aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Maðurinn sem grunaður er um árásina var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðar um daginn var greint frá því að annar sem talinn er hafa tengst árásinni hafi sömuleiðis verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mennirnir tveir voru handteknir á fimmtudaginn í síðustu viku vegna árásarinnar og hafa þeir báðir komið við sögu lögreglu áður. Þannig hefur annar þeirra verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps auk þess sem hann hefur hlotið dóm fyrir vopnalagabrot, eftir að skotið úr byssu og miðað henni á annan mann, svo dæmi séu tekin. Tengdar fréttir Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar í Grafarholti í síðustu viku. Mennirnir voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. febrúar en það hefur nú verið framlengt til 25. febrúar. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið miðar rannsókn lögreglu vel en karl og kona særðust í árásinni á aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Maðurinn sem grunaður er um árásina var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðar um daginn var greint frá því að annar sem talinn er hafa tengst árásinni hafi sömuleiðis verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mennirnir tveir voru handteknir á fimmtudaginn í síðustu viku vegna árásarinnar og hafa þeir báðir komið við sögu lögreglu áður. Þannig hefur annar þeirra verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps auk þess sem hann hefur hlotið dóm fyrir vopnalagabrot, eftir að skotið úr byssu og miðað henni á annan mann, svo dæmi séu tekin.
Tengdar fréttir Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11
Meintur skotmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið karl og konu með skammbyssu í Grafarholti í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hinn maðurinn sem talinn er tengjast árásinni verður að líkindum leiddur fyrir dómara síðar í dag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. 11. febrúar 2022 10:32
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30