Kýldi 65 ára mann ítrekað í andlitið við handtöku og ákærður fyrir líkamsárás Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:06 Vegfarandi reyndi að stöðva lögregluþjóninn þegar hann sat á hinum 65 ára gamla Monroque og sló hann ítrekað í andlitið. Lögregluþjónn var í vikunni ákærður í Flórída í Bandaríkjunum fyrir líkamsárás, eftir að hann sló 65 ára gamlan svartan mann ítrekað í andlitið við handtöku. Þá setti lögregluþjónninn hné sitt á andlit mannsins, þegar búið var að handjárna hann. Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Atvikið átti sér stað í nóvember 2019 en þá voru lögregluþjónar kallaðir til verslunar í West Palm Beach þar sem John Monroque var sakaður um að vera í leyfisleysi. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang, þeir Nicholas Lordi og Jamesloo Charles. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Charles hafi veri að skoða skilríki Monroque þegar Lordi sló hinum 65 ára gamla manni í húdd lögreglubílsins. Við það hófust átök þeirra á milli og reyndu lögregluþjónarnir að handjárna Monroque. Að endingu lágu Monroque og Lordi í götunni þar sem lögregluþjónninn hékk á baki Manroque og sló hann ítrekað í andlitið. Á engum tímapunkti sló Monroque til baka. Lordi settist svo á Monroque og sló hann nokkrum sinnum í höfuðið til viðbótar svo hann nefbrotnaði, þar til vegfarandi reyndi að stöðva hann. Charles, hinn lögregluþjónninn, stöðvaði vegfarandann þó. Monroque var handjárnaður þar sem hann lá meðvitundarlaus í götunni. Þegar hann rankaði við sér streittist Monroque á móti en við það sett Lordi hné sitt og líkamsþunga á höfuð Monroque. Þetta var nokkrum mánuðum áður en lögregluþjónn myrti George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum með sambærilegum aðferðum. Myndband af atvikinu má sjá í meðfylgjandi frétt NBC News. Monroque var fluttur á sjúkrahús vegna nefbrotsins og varði tuttugu dögum í varðhaldi. Málið gegn honum var fellt niður ári síðar. Við skýrslutöku árið 2020 sagði Lordi að Monroque hefði sýnt sér vanvirðingu, ekki hlýtt skipunum og streist á móti. Hann sagði rannsakendum að hann hefði neyðst til að beita valdi þegar Monroque hafi reynt að grípa í byssu Charles. Þá sagðist Lordi hafa slegið Monroque nokkrum sinnum í andlitið til að fá hann til að hætta að streitast á móti. Rannsókn leiddi þó í ljós að orð hans voru ekki í takti við það sem gerðist. Lögmenn Monroque segja Lordi eiga sér sögu valdbeitingar en opinber gögn sýna að honum hefur áður verið refsað fyrir hegðun og hafi minnst fimmtán sinnum beitt valdi frá 2015.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05 Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32 Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18. febrúar 2022 00:05
Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. 28. janúar 2022 11:32
Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. 28. janúar 2022 10:33