Laugvetningar og Stella í orlofi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2022 20:05 Gísella Hannesdóttir (t.h.), nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira