Ekkert sé til í því að fyrirtæki maki krókinn með styrkjum Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 22:12 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum. Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gefur ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessar áhyggjur Alþýðusambandsins eigi við rök að styðjast, ég þekki í raun ekkert dæmi þess efnis. Hins vegar hlýt ég að fagna því að Alþýðusambandið ætlar að leggjast á sveif með Samtökum atvinnulífsins og kalla eftir vandaðri ráðstöfun opinbers fjár. Þar eiga þau öflugan bandamann í Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis í dag. Honum finnst yfirlýsing ASÍ samt sem áður bera merki einhvers konar pólitísks yfirklórs og vera ósmekklega orðuð. Eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir styrki Halldór Benjamín segir ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki greiði út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki vegna heimsfaraldurs Covid-19. Hann segir að sumum styrkjum hafi fylgt skilyrði um arðgreiðslur og þess háttar en ekki öllum. Því þurfi Alþýðusambandið, sem og SA, að lúta vilja löggjafans og geti ekki krafist þess að fyrirtæki sem greiða arð endurgreiði styrki. Bæði sérfræðingar ASÍ og SA hafi komið fyrir þingnefndir og komið sínum sjónarmiðum á framfæri við lagasetninguna. „Því miður virðist í þessu dæmi að Alþýðusambandið sé að fetta fingur út í það að ekki hafi verið hlustað tillögur þeirra í öllum efnum,“ segir hann. Heyra má viðtal við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stéttarfélög Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira