Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 20:00 Röðin í nýju lyftuna var ekki lengi að myndast. Aðstæður í Hlíðarfjalli gerast vart betri en í dag. Vísir/Tryggvi Páll. Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. Upphaflega átti lyftan að komast í gagnið í desember 2018 en ýmsar ástæður hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að taka hana í notkun. Gríðarlegur fjöldi er á Akureyri vegna skólafría á höfuðborgarsvæðinu og skíðasvæðið við Hlíðarfjall er meira og minna stappað af skíðafólki. Það var því tilkynnt í gær að gangsetja ætti lyftuna í fyrsta skipti. Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrðVísir/Tryggvi Páll Lyftan var þó ekki samvinnuþýð til að byrja með í dag. Rafmagnstruflanir komu í veg fyrir að hún gæti farið að stað á auglýstum tíma. Allt blessaðist þó á endanum og hægt var að gangsetja vélina skömmu á eftir áætlun eftir að rafvirki var sendur með hraði upp á topp fjallsins. Ungir Reykvíkingar réttir menn á réttum tíma Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru fyrstu ferðina. „Hún var frábær,“ sagði Dagur Hinrikisson þrettán ára skíðakappi sem fékk ásamt félaga sínum Skugga Jóhannssyni, tólf ára, þann óvænta heiður að vígja lyftuna. Réttir menn á réttum tíma. „Geggjað að vera fyrstir, svo var útsýnið alveg geggjað þarna uppi og þessi brekka var góð,“ sagði Skuggi hæstánægður en þeir félagar voru eins og svo margir höfuðborgarbúar að njóta veðurblíðunnar á Akureyri í vetrarfríum skólanna. Fjallað var um opnun skíðalyftunnar í kvöldréttum Stöðvar 2 í kvöld eins og sjá í myndbandinu hér að neðan. Forsvarsmenn svæðisins eru einnig ánægðir með geta boðið gestum að nýta lyftuna eftir langa bið. Það fór þó örlítið um þá þegar lyftan neitaði að fara af stað á auglýstum opnunartíma. Vinnueftirlitið tók lyftuna út í gær og þá gekk hún eins og í sögu. Dagur Hinriksson og Skuggi Jóhannsson voru réttir menn á réttum tíma og voru fyrstir til að fara í nýju skíðalyftuna.Vísir/Tryggvi Páll „Allt í gúddí þá en á ögurstundu, tíu mínútur í opnunartíma, þá klikkaði eitt neyðarstopp og við ræstum út rafvirkja sem kom,“ sagði Óskar Ingólfsson, svæðisöryggisfulltrúi Hlíðarfjalls. Rafvirkinn var fluttur með hraði upp á topp með snjósleða til að laga það sem fór úrskeiðis. Innan tíðar var lyftan farin að ganga. Sem fyrr segir hefur dregist töluvert á langinn að opna lyftuna og það var því óneitanlega kaldhæðni örlaganna að lyftan skyldi hóta því að fara ekki af stað á auglýstum opnunartíma. Hún ætlaði að vera með pínu vesen í restina? „Já, bara svona rétt til að minna á sig held ég hljóti að vera. Þetta hlýtur að vera komið.“ Opnun lyftunnar gæti varla komið á betri tíma enda Hlíðarfjall meira og finna fullt af snjóþyrstum skíða- og brettaköppum. Aðstæður í dag gerast varla betri. „Þetta er búið að vera mjög flott, sólin er búin að vera hátt á lofti, mikið frost hægur vindur og fullt af fólki. Það slagar hátt í þrjú þúsund manns,“ sagði Óskar. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27 Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Upphaflega átti lyftan að komast í gagnið í desember 2018 en ýmsar ástæður hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að taka hana í notkun. Gríðarlegur fjöldi er á Akureyri vegna skólafría á höfuðborgarsvæðinu og skíðasvæðið við Hlíðarfjall er meira og minna stappað af skíðafólki. Það var því tilkynnt í gær að gangsetja ætti lyftuna í fyrsta skipti. Nýja skíðalyftan í allri sinni dýrðVísir/Tryggvi Páll Lyftan var þó ekki samvinnuþýð til að byrja með í dag. Rafmagnstruflanir komu í veg fyrir að hún gæti farið að stað á auglýstum tíma. Allt blessaðist þó á endanum og hægt var að gangsetja vélina skömmu á eftir áætlun eftir að rafvirki var sendur með hraði upp á topp fjallsins. Ungir Reykvíkingar réttir menn á réttum tíma Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru fyrstu ferðina. „Hún var frábær,“ sagði Dagur Hinrikisson þrettán ára skíðakappi sem fékk ásamt félaga sínum Skugga Jóhannssyni, tólf ára, þann óvænta heiður að vígja lyftuna. Réttir menn á réttum tíma. „Geggjað að vera fyrstir, svo var útsýnið alveg geggjað þarna uppi og þessi brekka var góð,“ sagði Skuggi hæstánægður en þeir félagar voru eins og svo margir höfuðborgarbúar að njóta veðurblíðunnar á Akureyri í vetrarfríum skólanna. Fjallað var um opnun skíðalyftunnar í kvöldréttum Stöðvar 2 í kvöld eins og sjá í myndbandinu hér að neðan. Forsvarsmenn svæðisins eru einnig ánægðir með geta boðið gestum að nýta lyftuna eftir langa bið. Það fór þó örlítið um þá þegar lyftan neitaði að fara af stað á auglýstum opnunartíma. Vinnueftirlitið tók lyftuna út í gær og þá gekk hún eins og í sögu. Dagur Hinriksson og Skuggi Jóhannsson voru réttir menn á réttum tíma og voru fyrstir til að fara í nýju skíðalyftuna.Vísir/Tryggvi Páll „Allt í gúddí þá en á ögurstundu, tíu mínútur í opnunartíma, þá klikkaði eitt neyðarstopp og við ræstum út rafvirkja sem kom,“ sagði Óskar Ingólfsson, svæðisöryggisfulltrúi Hlíðarfjalls. Rafvirkinn var fluttur með hraði upp á topp með snjósleða til að laga það sem fór úrskeiðis. Innan tíðar var lyftan farin að ganga. Sem fyrr segir hefur dregist töluvert á langinn að opna lyftuna og það var því óneitanlega kaldhæðni örlaganna að lyftan skyldi hóta því að fara ekki af stað á auglýstum opnunartíma. Hún ætlaði að vera með pínu vesen í restina? „Já, bara svona rétt til að minna á sig held ég hljóti að vera. Þetta hlýtur að vera komið.“ Opnun lyftunnar gæti varla komið á betri tíma enda Hlíðarfjall meira og finna fullt af snjóþyrstum skíða- og brettaköppum. Aðstæður í dag gerast varla betri. „Þetta er búið að vera mjög flott, sólin er búin að vera hátt á lofti, mikið frost hægur vindur og fullt af fólki. Það slagar hátt í þrjú þúsund manns,“ sagði Óskar.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27 Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. 18. febrúar 2022 15:27
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30
Nýja stólalyftan opnuð í febrúar ef veður leyfir Stefnt er að því ný stólalyfta í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð, svo framarlega sem veður leyfir. 24. janúar 2022 14:19