Brá þegar hann opnaði útidyrnar í morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 20:00 Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út. Tryggvi Sigurðsson Íbúa í Vestmannaeyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði útidyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjóveggur. Allt var kolófært í Eyjum í morgun en annað eins fannfergi hefur ekki sést þar í um fimmtán ár. Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann. Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35