Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 22:55 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Bjarni Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36