Stefnir í að skerða þurfi valþjónustu enn frekar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 13:18 Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri óttast að skerða þurfi valþjónustu enn frekar vegna manneklu. Vísir/Tryggvi/Aðsend Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri segir að með þessu áframhaldi sé útlit fyrir að skerða þurfi valþjónustu enn frekar. Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Nú liggja níu sjúklingar inni á sjúkrahúsinu með COVID-19 en af þeim eru þrír þeirra sem eru inniliggjandi beinlínis af völdum sjúkdómsins. Ástandið á sjúkrahúsinu er með eindæmum slæmt með tilliti til mönnunar en erfiðlega hefur reynst að manna grunnþjónustu. „Staðan er mjög þröng núna. Sem dæmi má nefna þá eru 56 starfsmenn núna skráðir í fjarveru vegna COVID-19 sem er þessi tala sem hefur verið undanfarna daga. Þetta er orðið ansi þröngt og erfitt á deildunum að manna grunnþjónustuna. Við höfum þurft að kalla fólk inn á aukavaktir og erum að huga að því hvernig við getum haldið þessu áfram. Hugsanlega þarf að skerða eitthvað meira valþjónustu en undanfarið.“ Sigurður var spurður hvernig honum litist á frekar afléttingar sóttvarnaaðgerða í samfélaginu. „Það er bara mjög erfitt að segja til um það. Þetta er vandasamt mat og spurning hvort við höfum í raun og veru mikla stjórn á faraldrinum úti í samfélaginu. Okkur sýnist smitin vera það mörg á degi hverjum að þær takmarkanir sem eru í gildi nái kannski ekkert að draga verulega úr. Aftur á móti þá er fólk að vinna með sóttvarnir á heilbrigðisstofnunum og það er það sem kemur þá kannski helst í veg fyrir að þetta dreifist hratt á meðal þeirra sem veikari eru fyrir. Hvort það verði hætt með þessa fimm daga einangrun og þá sérstaklega hjá einkennalausum; ég veit ekki hvort það breyti miklu. Smitsjúkdómasérfræðingar og faraldursfræðingar kunna betur að meta það og væntanlega verður sú ákvörðun tekin út frá þeirra þekkingu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45 Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47 Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“ Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður. 17. febrúar 2022 16:45
Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. 14. febrúar 2022 17:47
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9. febrúar 2022 15:40