Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Jose Mourinho tekur upp símann. getty/Matteo Ciambelli José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Ítalski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10.
Ítalski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti