Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Jose Mourinho tekur upp símann. getty/Matteo Ciambelli José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Ítalski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10.
Ítalski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira