Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:59 Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr. vísir/vilhelm Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. „Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47