Þetta er fyrsta andlátið á sjúkrahúsinu vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjúkrahúsinu.
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir ástandið á sjúkrahúsinu þungt. 60 starfsmenn eru nú í einangrun og níu sjúklingar í einangrun.
Sigurður segir að oft sé erfitt að slá því föstu hvort háaldraðir einstaklingar eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma beinlínis látist vegna Covid-19. Hann segir þó að í þessu tilviki hafi allt bent til þess að sýkingin hafi verið meðverkandi orsök andlátsins.