Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:47 Gera má ráð fyrir einhverju vatnstjóni eftir kvöldið. Vísir/Egill Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitarfólk mjög vel undirbúið, enda er þetta í annað sinn á innan við mánuði sem rauðar viðvaranir taka gildi vegna veðurs. „Það má segja að við séum í ákveðnu formi, þessa dagana alla vega. Það er búið að vera ótrúlega algengt, þessar viðvaranir og verkefni þeim tengdum,“ sagði Otti í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þó nokkra vera í startholunum og vísaði til þess að björgunarsveitirnar hafi það sem af er ári farið í 277 útköll. „Í þessum 277 útköllum hafa mætt tæplega 1400 manns þannig þetta er töluvert af fólki. Á útkallslistum félagsins eru um 4000 manns sirka og það eru flestir klárir í slaginn,“ sagði Otti. „Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks og yfirleitt er búnaðurinn bara klár og menn tilbúnir að bregðast við með mjög stuttum fyrirvara en þegar það er búið að lýsa yfir almannavarnastigi þá kannski týnist fólk í björgunarsveitarhúsin og er meira klárt á staðnum heldur en á venjulegum degi.“ Mikilvægt að færri séu á ferli Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við alla lögreglustjóra að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins í dag og tók óvissustig gildi klukkan 17. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna starfrækt fram til morguns. „Það verður væntanlega bara aftakaveður á öllu landinu og þess vegna er svo mikilvægt að þessar viðvaranir séu gefnar út og fólk taki þessu alvarlega, því að þetta hefur áhrif. Því færri sem eru á ferðinni og fleiri vakandi yfir því sem getur fokið, því minna verður af verkefnum og þetta gengur bara auðveldara yfir,“ sagði Otti. Gera má ráð fyrir að veðrið verði verst á suðvesturhorni landsins fram til morguns. Rauðar viðvaranir verða í gildi fram til klukkan ellefu í kvöld en þá taka við appelsínugular og síðar gular viðvaranir. „Það er útlit fyrir vatnsveður frekar en ófærð og því fylgir þá auðvitað að þakplötur að fjúka, og skilti, og tilfallandi flóðaverkefni eða vatnsverkefni og þess háttar,“ sagði Otti. Aðspurður um hvað fólk getur gert til að lágmarka hættuna á tjóni sagði Otti það vera hinar hefðbundnu slysavarnir sem Íslendingar hafa komið til með að þekkja. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst að skoða hvað er að fara að gerast og bregðast við þessum viðvörunum sem eru í gangi, en heimavið er það auðvitað bara að halda áfram að tryggja allt lauslegt og moka frá niðurföllum, þessar hefðbundnu slysavarnir,“ sagði Otti. „Við erum auðvitað bara klár í slaginn og bregðumst við kallinu ef að það kemur. Nú auðvitað ef þetta gengur yfir án þess að það verði eitthvað um að vera þá verðum við mjög fegin og getum bara verið áfram heima að horfa á sjónvarpið eins og hinir, það er bara fínt líka.“ Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59 Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitarfólk mjög vel undirbúið, enda er þetta í annað sinn á innan við mánuði sem rauðar viðvaranir taka gildi vegna veðurs. „Það má segja að við séum í ákveðnu formi, þessa dagana alla vega. Það er búið að vera ótrúlega algengt, þessar viðvaranir og verkefni þeim tengdum,“ sagði Otti í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þó nokkra vera í startholunum og vísaði til þess að björgunarsveitirnar hafi það sem af er ári farið í 277 útköll. „Í þessum 277 útköllum hafa mætt tæplega 1400 manns þannig þetta er töluvert af fólki. Á útkallslistum félagsins eru um 4000 manns sirka og það eru flestir klárir í slaginn,“ sagði Otti. „Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks og yfirleitt er búnaðurinn bara klár og menn tilbúnir að bregðast við með mjög stuttum fyrirvara en þegar það er búið að lýsa yfir almannavarnastigi þá kannski týnist fólk í björgunarsveitarhúsin og er meira klárt á staðnum heldur en á venjulegum degi.“ Mikilvægt að færri séu á ferli Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við alla lögreglustjóra að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðursins í dag og tók óvissustig gildi klukkan 17. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna starfrækt fram til morguns. „Það verður væntanlega bara aftakaveður á öllu landinu og þess vegna er svo mikilvægt að þessar viðvaranir séu gefnar út og fólk taki þessu alvarlega, því að þetta hefur áhrif. Því færri sem eru á ferðinni og fleiri vakandi yfir því sem getur fokið, því minna verður af verkefnum og þetta gengur bara auðveldara yfir,“ sagði Otti. Gera má ráð fyrir að veðrið verði verst á suðvesturhorni landsins fram til morguns. Rauðar viðvaranir verða í gildi fram til klukkan ellefu í kvöld en þá taka við appelsínugular og síðar gular viðvaranir. „Það er útlit fyrir vatnsveður frekar en ófærð og því fylgir þá auðvitað að þakplötur að fjúka, og skilti, og tilfallandi flóðaverkefni eða vatnsverkefni og þess háttar,“ sagði Otti. Aðspurður um hvað fólk getur gert til að lágmarka hættuna á tjóni sagði Otti það vera hinar hefðbundnu slysavarnir sem Íslendingar hafa komið til með að þekkja. „Það er auðvitað bara fyrst og fremst að skoða hvað er að fara að gerast og bregðast við þessum viðvörunum sem eru í gangi, en heimavið er það auðvitað bara að halda áfram að tryggja allt lauslegt og moka frá niðurföllum, þessar hefðbundnu slysavarnir,“ sagði Otti. „Við erum auðvitað bara klár í slaginn og bregðumst við kallinu ef að það kemur. Nú auðvitað ef þetta gengur yfir án þess að það verði eitthvað um að vera þá verðum við mjög fegin og getum bara verið áfram heima að horfa á sjónvarpið eins og hinir, það er bara fínt líka.“
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59 Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Sjá meira
Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. 21. febrúar 2022 14:59
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45