Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 21:24 Lilja rennur á ísilagðri götunni í Borgarbyggð. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. „Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir. Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir.
Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34