Afturför í jafnréttismálum á síðustu tveimur árum Heimsljós 22. febrúar 2022 12:42 gunnisal COVID-19 heimsfaraldurinn, loftslagsbreytingar og átök hafa orðið til þess að afturför hefur orðið í jafnréttismálum í heiminum á síðustu tveimur árum. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, vakti máls á þessu í erindi á fyrsta stjórnarfundi UN Women í New York sem fór fram rafrænt í síðustu viku. Ísland á sæti fyrir hönd Vesturlandahópsins í stýrinefnd UN Women. Stýrinefndin hefur stefnumótandi hlutverk og eftirlit með störfum UN Women. „Í fyrsta sinn í áratugi sjáum við að þeim sem búa við sárafátækt hefur fjölgað. Kynjahalli ríkir enn á vinnumörkuðum um allan heim og konum er enn víða meinuð þátttaka í ákvarðanatökum og friðarviðræðum. Konur hafa takmarkaðri aðgang að getnaðarvörnum og kynheilbrigðisþjónustu nú en fyrir COVID-19, og tíðni kynbundins ofbeldis hefur farið vaxandi, þar með talið starfrænt kynferðisofbeldi. UN Women leikur lykilhlutverk í því að koma heiminum aftur á sporið hvað varðar jafnrétti kynjanna,“ sagði Jörundur í ræðu sinni. Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hvatti aðildarríki UN Women til að koma í framkvæmd stefnuáætlun stofnunarinnar um að stíga enn fastar til jarðar í jafnréttismálum og tryggja að „enginn verði skilinn eftir“ (Leaving No One Behind), en það er slagorð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Áframhaldandi stuðningur Íslands við UN Women „Það þarf að styrkja samstarf við grasrótina og koma á nýju samstarfi svo hægt sé að tryggja árangur í jafnréttismálum. Félagasamtök, sérstaklega kvennasamtök og mannréttindafrömuðir, þurfa á stuðningi UN Women að halda, og öfugt. Það þarf jafnframt að efla tengsl við einkageirann og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að tryggja áframhaldandi árangur og fjármagn. Þá er mikilvægt að hvetja karlmenn og drengi til að gerast jákvætt breytiafl í þágu jafnréttis.“ Þá talaði Jörundur fyrir mikilvægi þess að aðildarríki beini fjármagni til stofnunarinnar svo hún geti sinnt hlutverki sínu, þar með talið að veita kvenmiðaða neyðarastoð á tímum hamfara og átaka. Að lokum ítrekaði hann stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefni og málefni UN Women. Hann bauð jafnframt nýja framkvæmdarstýru UN Women, Simu Bahous, velkomna til starfa. Hún hefur þegar lagt mikla áherslu á að styrkja og styðja betur við landskrifstofur UN Women og starfsemi UN Women í viðtökuríkjum. Hvað er fastanefnd Ísland hjá Sameinuðu þjóðunum? Hlutverk fastanefndarinnar að framkvæma utanríkisstefnu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum og þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fastanefndin tekur þannig þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum UN Women í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna. Heimild: Frétt á vef landsnefndar UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jafnréttismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, vakti máls á þessu í erindi á fyrsta stjórnarfundi UN Women í New York sem fór fram rafrænt í síðustu viku. Ísland á sæti fyrir hönd Vesturlandahópsins í stýrinefnd UN Women. Stýrinefndin hefur stefnumótandi hlutverk og eftirlit með störfum UN Women. „Í fyrsta sinn í áratugi sjáum við að þeim sem búa við sárafátækt hefur fjölgað. Kynjahalli ríkir enn á vinnumörkuðum um allan heim og konum er enn víða meinuð þátttaka í ákvarðanatökum og friðarviðræðum. Konur hafa takmarkaðri aðgang að getnaðarvörnum og kynheilbrigðisþjónustu nú en fyrir COVID-19, og tíðni kynbundins ofbeldis hefur farið vaxandi, þar með talið starfrænt kynferðisofbeldi. UN Women leikur lykilhlutverk í því að koma heiminum aftur á sporið hvað varðar jafnrétti kynjanna,“ sagði Jörundur í ræðu sinni. Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hvatti aðildarríki UN Women til að koma í framkvæmd stefnuáætlun stofnunarinnar um að stíga enn fastar til jarðar í jafnréttismálum og tryggja að „enginn verði skilinn eftir“ (Leaving No One Behind), en það er slagorð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Áframhaldandi stuðningur Íslands við UN Women „Það þarf að styrkja samstarf við grasrótina og koma á nýju samstarfi svo hægt sé að tryggja árangur í jafnréttismálum. Félagasamtök, sérstaklega kvennasamtök og mannréttindafrömuðir, þurfa á stuðningi UN Women að halda, og öfugt. Það þarf jafnframt að efla tengsl við einkageirann og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að tryggja áframhaldandi árangur og fjármagn. Þá er mikilvægt að hvetja karlmenn og drengi til að gerast jákvætt breytiafl í þágu jafnréttis.“ Þá talaði Jörundur fyrir mikilvægi þess að aðildarríki beini fjármagni til stofnunarinnar svo hún geti sinnt hlutverki sínu, þar með talið að veita kvenmiðaða neyðarastoð á tímum hamfara og átaka. Að lokum ítrekaði hann stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefni og málefni UN Women. Hann bauð jafnframt nýja framkvæmdarstýru UN Women, Simu Bahous, velkomna til starfa. Hún hefur þegar lagt mikla áherslu á að styrkja og styðja betur við landskrifstofur UN Women og starfsemi UN Women í viðtökuríkjum. Hvað er fastanefnd Ísland hjá Sameinuðu þjóðunum? Hlutverk fastanefndarinnar að framkvæma utanríkisstefnu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Áherslur í starfi fastanefndar fara eftir þeim markmiðum og þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fastanefndin tekur þannig þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum UN Women í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna. Heimild: Frétt á vef landsnefndar UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jafnréttismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent