Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 20:03 Samtökin segja það ódýra lausn að benda ásakandi á foreldra. Vísir/Vilhelm Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10