Konur til áhrifa í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 19:01 Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun