Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir mikið álag nú á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51