Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:38 Sandra Sigurðardóttir svekkir sig í leiknum í nótt á meðan þær bandarísku fagna marki. AP/Jeffrey McWhorter Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. „Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
„Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20