Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:00 Hildur Björk Hörpudóttir og Guðlaugur Kristmundsson. Vísir/Vilhelm „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Hún er sjálf með fjögur fósturbörn á heimilinu. „Ég er með tvö börn í varanlegu fóstri, eitt barn sem er á leiðinni í varanlegt fóstur og svo eitt barn í skammtímafóstri. Ég verð að segja að ég hef aldrei fengið neitt rosalegan undirbúningstíma áður en þessi dásamlegu fósturbörn mín komu í mitt líf.“ Hún segir að hreiðurgerðin sé öll sneggri og öðruvísi en þegar fólk eignast barn eftir níu mánaða meðgöngu. „Það þarf að bjarga öllu rosa hratt.“ Vissi að hún væri rétta manneskjan Hildur situr í stjórn Félags fósturforeldra og er ein þáttastjórnanda í nýju hlaðvarpi félagsins. Þættirnir Fósturfjölskyldur munu birtast hér á Vísi næstu fimmtudaga. Með henni í fyrsta þættinum er Guðlaugur Kristmundsson, en hann er einnig fósturforeldri eins og Hildur og að auki formaður Félags fósturforeldra. Í þættinum fjalla þau um það hvað fóstur er og hvernig þetta virkar allt saman. Hildur varð fósturforeldri á einum degi fyrir níu árum síðan og fyrirvarinn var enginn. „Þá var ég að vinna á stað þar sem hún var í stuðningi og hún þarf fóstur einn, tveir og þrír. Ég hugsaði með mér að ég þekki hana svo ótrúlega vel að ég er manneskjan sem verður að taka hana í fóstur þannig að henni líði vel. Þannig byrjar boltinn að rúlla.“ Hún þekkir einnig sjálf hvernig það er að vera fósturbarn og veit hvernig tilfinningar fylgja. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fóstur hlaðvarp - Hvað er fóstur? Mikið gengið á „Það eru um fimm til sex hundruð börn sem eru í fóstri hverju sinni núna. Þessi tala hefur farið hækkandi á undanförnum árum, segir Guðlaugur um fósturkerfið hér á landi. Þau benda á í þættinum að þessi fjöldi er eins og heill stór grunnskóli á Íslandi.“ Þetta eru börn frá fæðingu og upp að átján ára aldri. Í sumum tilfellum upp að tuttugu ára aldri. „Þetta er því veruleiki stórs hóps barna.“ Í dag er fóstur alltaf afleiðing Barnaverndarmáls og útskýra þau vel í þættinum hvað þarf að gerast til þess að barn endi í fóstri. „Það er búið að vera inngrip eða stuðningur eða hvoru tveggja í fjölskyldu barnsins sem leiðir að því að barnið þarf að fara í fóstur,“ segir Guðlaugur. „Barn er aldrei tekið af heimili sínu nema mjög mikið hafi gengið á,“ bætir Hildur þá við. Nefnir hún ofbeldi og vanrækslu sem dæmi. Þáttinn má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Félagsmál Fósturfjölskyldur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira