Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Egill Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“ Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“
Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55