Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Egill Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“ Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“
Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55