Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 19:45 Mikhail Noskov sendiherra Rússlands segir nasista fá að starfa óáreitta í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13