Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 17:08 Björgunarsveitir hafa sinnt nokkrum fjölda fokverkefna í dag. vísir/vilhelm Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. „Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira