Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 17:08 Björgunarsveitir hafa sinnt nokkrum fjölda fokverkefna í dag. vísir/vilhelm Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. „Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira