Útilokar ekki að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. febrúar 2022 09:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mögulegt að stjórnmálasamstarfi við Rússa verði slitið. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki útilokað að íslensk stjórnvöld muni slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Minni þolinmæði sé fyrir rússneskum kafbátum og herþotum sem reglulega rjúfi lofthelgi Íslands en algjört slit stjórnmálasambands yrði þó líklega síðasta úrræði sem stjórnvöld gripu til. „Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sjá meira
„Gríðarlega alvarleg innrás, sorgleg sviðsmynd sem er að teiknast upp, sú versta sem maður gat ímyndað sér; dauðsföll, hörmungar, fólk á flótta, logandi fjölbýlishús, sprengibrot að rigna yfir íbúabyggðir. Þetta er bara hroðaleg staða,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við fréttastofu í gær. Hann segir þó að ekki hafi verið rætt af „neinni alvöru“ að slíta stjórnmálasambandi við Rússa eða vísa sendiheirra þeirra hér á landi aftur heim. „Svona almennt séð myndi ég kannski segja að það væri kannski eitt af því síðasta sem menn myndu vilja gera, vegna þess að við höfum verið talsmenn þess að „tal-sambandið“ skipti á endanum öllu máli, sama hversu slæm staðan sé. En mér finnst alls ekki hægt að útiloka að staðan þróist á svo vondan veg að menn grípi til einhverra slíkra úrræða til þess að koma með skýrum hætti skilaboðunum á framfæri. En við höfum ekki tekið neina slíka ákvörðun enn þá.“ Fjármálaráðherra segir þó alveg ljóst að innrásin muni koma til með að hafa áhrif á stjórnmálasamband Íslendinga og Rússa. „Ég held að við hljótum að horfa á samskipti við Rússland í nýju ljósi vegna þessara atburða. Og við þurfum að velta því til dæmis fyrir okkur hvort að við getum verið jafnafslöppuð eins og menn hafa lengi verið yfir því að hér séu rússneskir kafbátar að sveima í kringum landið, eða rússneskar herþotur að rjúfa lofthelgina án leyfis - eins og ítrekað gerist. Núna sjáum við í andlit sem við kannski áttum ekki alveg von á og bárum með okkur von í brjósti um að menn myndu ekki sýna þessa árásargirnd. En hún hefur núna birst okkur og þá held ég að við verðum að velta því fyrir okkur hvaða þýðingu það hefur, að þessi umsvif séu allt árið um kring, alveg í okkar næsta nágrenni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sjá meira
Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24
Innrásin í Úkraínu gæti skaðað framtíðarhagsmuni Rússlands í Evrópu Innrás Rússa í Úkraínu gætu flýtt orkuskiptum í Þýskalandi og Evrópu að mati efnahags- og loftlagsráðherra Þýskalands og þannig gert álfuna minna háða orkugjöfum frá Rússlandi. Forseti Úkraínu segir rússneskar hersveitir ekki gera nokkurn greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum. 25. febrúar 2022 13:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent