Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 21:01 Rachel Acosta og Chris Rodriguez frá Texas í Bandaríkjunum. Stöð 2 Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla. Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla.
Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira