„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2022 09:30 Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Vísir Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. „Það voru rosalegir bardagar hérna í nótt. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þvílíkar sprengingar og byssuhvelli. Klukkan sex í morgun var brjáluð barátta og síðan allt í einu hætti hún. Það var mjög skrítið, eiginlega akkúrat þegar sólarupprás var og það hefur eiginlega ekkert heyrst síðan,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Hann segir mjög skrítið að þurfa að venjast því að heyra sprengingar og skothríð. Borgin sé bara nútímaleg evrópsk borg. „Það er eins og þú sért bara í München, það er mjög lítill munur á þeim og svo allt í einu bara heyrirðu í byssuhvellum og stórskotahríð og ein og ein svakaleg sprenging inn á milli,“ segir Óskar. Sprengdu upp íbúabyggingu í morgun Hann segist enn engin átök hafa séð en hann er búsettur í hjarta miðborgarinnar. Rússneski herinn hefur komist inn í norðanverða borgina, austurhluta hennar og suðurhluta og eitthvað inn í miðborgina. „Ein af þessum stóru sprengingum var við flugvöll sem er frekar nálægt mér, við hliðina á honum var gerð eldflaugaárás og þeir sprengdu upp íbúabyggingu þar í morgun. Ég veit að herinn er að standa sig vel, aðra nóttina í röð. Þeir eru ekki að ná neinu svæði af neinu ráði á sitt vald. Þeir eru ekki komnir inn í miðbæinn af alvöru til dæmis,“ segir Óskar. Hann hefur sjálfur heyrt að úkraínski herinn sé búinn að þvinga þann rússneska í hálfgerðan flöskuháls. „Þeir voru búnir að ná að taka yfir einhvern flugvöll í gær en ég held að það sé búið að ná honum aftur, ég er ekki búinn að fá staðfestar fregnir af því samt. Þeir hafa reynt að koma fallhlífahermönnum inn í borgina en þurftu í nótt að snúa við vegna þess að úkraínski herinn skaut svo mikið upp í loftið á þá og í nótt var flugvél skotin niður full af fallhlífahermönnum frá Rússum. Þannig að þeir ná ekki að koma liðsauka inn í borgina.“ Fuglasöngur, heiðskýrt og púðurlykt í lofti Hann segist varla hafa farið út úr húsi síðan í fyrradag, fyrst dag árásarinnar, en í gær gekk hann að neðanjarðarlestarstöð nærri heimili hans, þar sem fjöldi fólks haldi nú til. „Ég fór út í gær og í stað þess að fara hérna yfir í næsta hús í sprengjuskýlið þegar sírenurnar fóru af stað fór ég í neðanjarðarlestarstöð sem er hérna rétt hjá. Það er fullt af fólki sem hefur komið sér fyrir þar og það var mjög margt fólk sem svaf þar í nótt en göngutúrinn þangað og hingað er það eina sem ég hef gert,“ segir Óskar. „Það var mjög fallegur dagur, blár himinn og gott veður. Maður heyrði bara fuglasöng því það er enginn á ferðinni og enginn á götunum. Það er mjög skrítið en púður- og brunalykt í loftinu,“ segir Óskar. „Núna heyrir maður ekkert nema fuglasöng og þá meina ég ekki neitt, því það er engin umferð. Það eru nokkrir bílar að keyra hér og þar en Kænugarður er stórborg og þú ert vanur að heyra niðinn í borginni en nú heyrirðu ekkert neitt nema fuglasöng.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Það voru rosalegir bardagar hérna í nótt. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þvílíkar sprengingar og byssuhvelli. Klukkan sex í morgun var brjáluð barátta og síðan allt í einu hætti hún. Það var mjög skrítið, eiginlega akkúrat þegar sólarupprás var og það hefur eiginlega ekkert heyrst síðan,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Hann segir mjög skrítið að þurfa að venjast því að heyra sprengingar og skothríð. Borgin sé bara nútímaleg evrópsk borg. „Það er eins og þú sért bara í München, það er mjög lítill munur á þeim og svo allt í einu bara heyrirðu í byssuhvellum og stórskotahríð og ein og ein svakaleg sprenging inn á milli,“ segir Óskar. Sprengdu upp íbúabyggingu í morgun Hann segist enn engin átök hafa séð en hann er búsettur í hjarta miðborgarinnar. Rússneski herinn hefur komist inn í norðanverða borgina, austurhluta hennar og suðurhluta og eitthvað inn í miðborgina. „Ein af þessum stóru sprengingum var við flugvöll sem er frekar nálægt mér, við hliðina á honum var gerð eldflaugaárás og þeir sprengdu upp íbúabyggingu þar í morgun. Ég veit að herinn er að standa sig vel, aðra nóttina í röð. Þeir eru ekki að ná neinu svæði af neinu ráði á sitt vald. Þeir eru ekki komnir inn í miðbæinn af alvöru til dæmis,“ segir Óskar. Hann hefur sjálfur heyrt að úkraínski herinn sé búinn að þvinga þann rússneska í hálfgerðan flöskuháls. „Þeir voru búnir að ná að taka yfir einhvern flugvöll í gær en ég held að það sé búið að ná honum aftur, ég er ekki búinn að fá staðfestar fregnir af því samt. Þeir hafa reynt að koma fallhlífahermönnum inn í borgina en þurftu í nótt að snúa við vegna þess að úkraínski herinn skaut svo mikið upp í loftið á þá og í nótt var flugvél skotin niður full af fallhlífahermönnum frá Rússum. Þannig að þeir ná ekki að koma liðsauka inn í borgina.“ Fuglasöngur, heiðskýrt og púðurlykt í lofti Hann segist varla hafa farið út úr húsi síðan í fyrradag, fyrst dag árásarinnar, en í gær gekk hann að neðanjarðarlestarstöð nærri heimili hans, þar sem fjöldi fólks haldi nú til. „Ég fór út í gær og í stað þess að fara hérna yfir í næsta hús í sprengjuskýlið þegar sírenurnar fóru af stað fór ég í neðanjarðarlestarstöð sem er hérna rétt hjá. Það er fullt af fólki sem hefur komið sér fyrir þar og það var mjög margt fólk sem svaf þar í nótt en göngutúrinn þangað og hingað er það eina sem ég hef gert,“ segir Óskar. „Það var mjög fallegur dagur, blár himinn og gott veður. Maður heyrði bara fuglasöng því það er enginn á ferðinni og enginn á götunum. Það er mjög skrítið en púður- og brunalykt í loftinu,“ segir Óskar. „Núna heyrir maður ekkert nema fuglasöng og þá meina ég ekki neitt, því það er engin umferð. Það eru nokkrir bílar að keyra hér og þar en Kænugarður er stórborg og þú ert vanur að heyra niðinn í borginni en nú heyrirðu ekkert neitt nema fuglasöng.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24