Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2022 21:01 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent