Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 05:05 Helena Lind Svansdóttir ilmmeðferðarfræðingur í orlofi í Mjóafirði. Einar Árnason Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20