Þeir Aron Dagur Pálsson og Orri Freyr Þorkelsson eru á mála hjá Elverum.
Orri Freyr var afar öflugur í dag; gerði átta mörk og var markahæsti leikmaður Elverum. Aron Dagur gerði eitt mark en leiknum lauk 44-33 fyrir Elverum.
Elverum hefur níu stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið er í sérflokki í norskum handbolta.