„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2022 20:05 Sebastian Alexanderssyni var heitt í hamsi eftir tapið í dag. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“ Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Þetta er orðið svolítið þreytt. Þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Afturelding vann ekki þennan leik. Við töpuðum honum. Þeir gerðu ekkert til að vinna þennan leik. Ekki neitt. En því miður fórum við á taugum, einu sinni enn,“ sagði Sebastian við Vísi en eftir að HK hafði haft forystuna lengst af í Mosfellsbæ í dag vann Afturelding 26-25. HK er því enn aðeins með þrjú stig í deildinni og nálgast fall. Í hópi fimm efstu ef við værum með einn Ásbjörn Friðriks „Við gerðum ótrúlega feila á síðustu mínútum leiksins; köstuðum langt fram völlinn, í fótinn hver á öðrum, fengum á okkur ruðning… Þetta er bara aldurinn á liðinu. Ef við værum með einn reynslumikinn leikmann, einn Ásbjörn Friðriksson, þá væri þetta lið í hópi fimm efstu í deildinni. Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því þá veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott; taktískt, líkamlega, karakterlega, en andlega erum við bara eftir á. Við erum ekki nógu sterkir í hausnum í þessum leikjum. Við gætum alveg verið með 10-12 stig. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum búa til okkar eigin Ásbjörn Friðriks. Ég mun búa hann til. Ég hef tíma,“ sagði Sebastian og var heitt í hamsi. „Það vissi varla nokkur hvað nokkur maður í þessu liði hét fyrir tímabilið en núna vilja allir þessa leikmenn. Ég segi bara við hin liðin; Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn. Það er fullt af svona strákum í ykkar liðum,“ sagði Sebastian en í síðustu viku bárust þær fréttir að Einar Bragi Aðalsteinsson, einn af lykilmönnum HK, hefði samið við FH um að fara til félagsins í sumar. Einar Bragi mun þó spila með HK út leiktíðina: „Hann er leikmaður HK, af hverju ætti ég ekki að nota hann?“ spurði Sebastian. „Það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag“ Hann skipaði ekki bara öðrum liðum að láta leikmenn sína í friði heldur fullyrti að þau færu yfir strikið í því hvernig þau beittu sér gegn vörn HK. Það hefði meðal annars haft í för með sér að Kristján Ottó Hjálmsson hefði nefbrotnað í dag: „Sóknarmennirnir í flestum liðum eru farnir að finna sig mjög vanmáttuga gegn varnarmönnunum okkar. Núna eru menn farnir að hafa höndina á undan sér þegar þeir koma á vörnina og maður reynir að benda á þetta leik eftir leik, hvað menn eru farnir að halda varnarmönnunum frá sér, og það endaði nú með því að einn nefbrotnaði hjá okkur í dag en samt var dæmt fríkast á hann. Ég skora bara á hin liðin að fara að spila einhvern handbolta gegn þessari vörn. Ég veit að þetta er asnalegt af því að við vorum að tapa, en greinið helvítis leikina. Þeir skora alltaf einhver skítamörk þegar við erum búnir að vera í vörn í eina og hálfa mínútu. Ég er bara reiður og ég er sár. Mér finnst við eiga meira skilið.“
Olís-deild karla Afturelding HK Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira