Nýir tímar á skrifstofunni Tómas H. Ragnarz skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun