Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:23 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki mæta Rússlandi á meðan á hernaði Rússa stendur. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir.
Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.
Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59
FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14
England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57