Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Veðurviðvaranir hafa verið tíðar að undanförnu hér á landi. Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. Gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir hafa einkennt þetta ár. Fréttir af mjög slæmu veðri hafa verið tíðar og eru allar líkur á því að meira verði um aftakaveður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, sem hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að búa fólk undir breyttan heim og er fjallað um til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast loftslagsbreytingum. Halldór Björnsson. Með því er ekki átt við aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. „Hluti af þessari áhættustýringu eru þessi viðbrögð. Að geta brugðist við. Vera þjóðfélag sem hafi þanþol fyrir loftslagsbreytingum eða loftslagsvarið á einhvern hátt,“ sagði Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Til dæmis þurfi að grípa til aðgerða þegar kemur að matvælaöryggi. „Þessi skýrsla fjallar meðal annars um hvað hægt sé að gera. Hvernig hægt er að vera með ræktun sem gerir marga hluti í einu það er að segja bæði bindur og auk þess gefur matvæli.“ Þá þurfi stjórnvöld að passa upp á skipulag. „Það er líka sérstaklega fjallað um sjávarstöðuhækkun og hvernig þurfi að bregðast við henni og það er vandamál sem við þurfum líka að glíma við. Við þurfum að passa okkur að skipuleggja okkur ekki í vandræði.“ Veður Loftslagsmál Umhverfismál Matvælaframleiðsla Skipulag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir hafa einkennt þetta ár. Fréttir af mjög slæmu veðri hafa verið tíðar og eru allar líkur á því að meira verði um aftakaveður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, sem hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag, kemur fram að nauðsynlegt sé að búa fólk undir breyttan heim og er fjallað um til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast loftslagsbreytingum. Halldór Björnsson. Með því er ekki átt við aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. „Hluti af þessari áhættustýringu eru þessi viðbrögð. Að geta brugðist við. Vera þjóðfélag sem hafi þanþol fyrir loftslagsbreytingum eða loftslagsvarið á einhvern hátt,“ sagði Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Til dæmis þurfi að grípa til aðgerða þegar kemur að matvælaöryggi. „Þessi skýrsla fjallar meðal annars um hvað hægt sé að gera. Hvernig hægt er að vera með ræktun sem gerir marga hluti í einu það er að segja bæði bindur og auk þess gefur matvæli.“ Þá þurfi stjórnvöld að passa upp á skipulag. „Það er líka sérstaklega fjallað um sjávarstöðuhækkun og hvernig þurfi að bregðast við henni og það er vandamál sem við þurfum líka að glíma við. Við þurfum að passa okkur að skipuleggja okkur ekki í vandræði.“
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Matvælaframleiðsla Skipulag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira