Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur gegnt stöðu forstöðumanns farsóttarhúsanna frá því þeim var komið á fót. Vísir/Vilhelm Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira