Kaia Gerber hefur verið að byggja upp glæstan feril frá því að hún fékk sitt fyrsta fyrirsætustarf þegar hún var aðeins tíu ára gömul fyrir merkið Versace. Það var svo 2017 sem hún byrjaði að ganga pallana af alvöru og hefur hún komið víða fram.
Hún hefur meðal annars gengið fyrir Calvin Klein, Burberry, Versace, Alexander Wang, Marc Jacobs, Prada, Chanel, Fendi, Moschino og Valentino. Móðir hennar Cindy Crawford er ein sú allra þekktasta úr fyrirsætuheiminum svo hún hefur ekki langt að sækja hæfileikana.
![](https://www.visir.is/i/D119E26FC26DF33A8E0368C23F024C8D249881F211E65593E7C329AE78CB4356_713x0.jpg)
Á sýningunni í gær mátti sjá mæðgurnar labba sama pallinn og fór það ekkert á milli mála að þær áttu báðar heima þar. Fleiri stjörnur sem löbbuðu á sýningunni í gær voru meðal annars Kendall Jenner, tennisstjarnan Serena Williams, Naomi Campbell og systurnar Gigi og Bella Hadid.
Hér að neðan má sjá myndir frá sýningunni:
![](https://www.visir.is/i/AEF014E7DB51C40BB34BAD77AD3ADF3951FDFE5DFB445D1EEF41E629926244A2_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/C48571C74FBC4A6200A28A71E8818CC368D8A08EDEC231010FD3C109EDE3E892_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/09B8D3336D2BDD0DA33EAB2AE7BDDB5CC68461CEAC591727DE2CF8C66E763F7A_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/24FD062DDE1066A10F48392F8E1E2C595C14E56A9570F2EDF60941C11AE27FD6_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E8035A268F97E69B776EF8ADEE2ACD7BADE160B361D2B4270106660ABB3D2454_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/AB5B18A649173ADD09CF3A25FB04A871DBA736A5409127DEB32AFCFA4CAD3D88_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/602BF98FD3A30B8B10AD7F7F16E558ECFF21C75D428F8DF6BCEDDD6EF1027087_713x0.jpg)